Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 10:50 Sumartíminn byrjaði síðastliðinn sunnudag í Bandaríkjunum en öldungadeildin vill að breytingin verði varanleg. Getty/Al Drago Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24