Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy forseti tekur sjálfu með særðum hermanni á sjúkrahúsi í Kænugarði. AP/forsetaembætti Úkraínu Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. Rússar héldu uppi miklum eldflauga og sprengjuárásum á Kænugarð í nótt og hæfðu meðal annars fimmtán hæða fjölbýlishús sem er mikið skemmt eða ónýtt eftir árásina. Að minnsta kosti einn maður lést og fjöldi fólks grófst undir húsarústum. Óskar Hallgrímsson og kona hans vöknuðu við lætin í nótt. Kona skoðar eyðilegginguna eftir loftárásir Rússa á Kænugarð síðast liðna nótt.AP/Efrem Lukatsky „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram," segir Óskar. Þetta hafi verið mestu loftárásir Rússa á Kænugarð frá því á fyrstu dögum stríðsins. Mest heyrist þó í loftvörnum Úkraínuhers sem gengið hafi mjög vel að granda flugskeytum Rússa. Fjölbýlishúsið í Kænugarði er gjörónýtt eftir loftárás Rússa.AP/Vadim Ghirda Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga fjölda manns úr brennandi fjölbýlishúsinu í nótt. Hinn tuttugu og fjögurra ára gamli slökkviliðsmaður Andryi barðist við tárin á vettvangi. „Við tökum á honum stóra okkar og höldum áfram að vera sterk og allt fer vel. Við munum verja Úkraínu, verja líf fólksins okkar. Það skiptir öllu máli,“ sagði slökkviliðsmaðurin ungi. Alex Goncharenko þingmaður á úkraínska þinginu var einnig sigurviss þar sem hann var mættur til að virða fyrir sér afleiðingar árásarinnar í morgun. „Putin getur ekki unnið herinn okkar. Herinn okkar heldur vel í við hann þannig að nú ræðst hann á óvopnað fólk, ófrískar konur eins og í Mariupol, börn og fólk á flótta. Þannig að þetta er þjóðarmorð á 21. öldinni í miðri Evrópu,“ segir þingmaðurinn. Mannfallið og eyðileggingin í Mariupol hefur verið gífurleg. Íbúðarhús, skólar og sjúkrahús eru í rústum og illa gengur að koma vistum til íbúanna. Rússar hafa setið um borgina í um hálfan mánuð og haldið uppi stöðugum loftárásum, þannig að fólk sem vogar sér upp úr kjöllurum þarf stöðugt að hlaupa í skjól undan flugskeytum og stórskotaliðsárásum. Flestir þeirra tæplega þriggja milljóna sem flúið hafa innrás Rússa í Úkraínu eru konur og börn. Myndin er tekin í bænum Medyka við landamæri Úkraínu og Póllands.AP/Petros Giannakouris Ung kona sem hljóp í skjól í stigagangi með föður sínum og hópi fólks féll algerlega buguð í fang eldri föður síns. „Pabbi ég get þetta ekki lengur,“ sagði hún grátandi og beindi síðan orðum sínum til umheimsins: „Við fáum engar upplýsingar. Við vitum ekkert. Það er engu líkara en við búum djúpt inni í skógi. Þeir hefðu átt að upplýsa okkur, að minnsta kosti um hvað er að gerast hvar,“ sagði konan grátandi. Útför fjögurra hermanna sem féllu í árás Rússa á herstöð Úkraínumanna í Yarokiv.AP/Bernat Armangue Friðaviðræður hafa ekki skilað neinu hingað til en Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkar þeim Rússum sem þora þrátt fyrir hættu áfangelsisvist að mótmæla stríðinu. Eins og starfskonu rússneska sjónvarpsins sem truflaði útsendingu í gær með slagorðum gegn stríðinu og póstaði yfirlýsingu á Netið. „Hið hughrakka varnarlið okkar heldur áfram að valda rússneskum hersveitum miklu tjóni. Fjöldi þyrlna sem skotinn hefur verið niður nálgast hundraðið. Þeir hafa nú þegar misst um áttatíu þotur, hundruð skriðdreka og þusundir af alls kyns búnaði öðrum,“ segir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. 15. mars 2022 17:00 Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. 15. mars 2022 12:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Rússar héldu uppi miklum eldflauga og sprengjuárásum á Kænugarð í nótt og hæfðu meðal annars fimmtán hæða fjölbýlishús sem er mikið skemmt eða ónýtt eftir árásina. Að minnsta kosti einn maður lést og fjöldi fólks grófst undir húsarústum. Óskar Hallgrímsson og kona hans vöknuðu við lætin í nótt. Kona skoðar eyðilegginguna eftir loftárásir Rússa á Kænugarð síðast liðna nótt.AP/Efrem Lukatsky „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram," segir Óskar. Þetta hafi verið mestu loftárásir Rússa á Kænugarð frá því á fyrstu dögum stríðsins. Mest heyrist þó í loftvörnum Úkraínuhers sem gengið hafi mjög vel að granda flugskeytum Rússa. Fjölbýlishúsið í Kænugarði er gjörónýtt eftir loftárás Rússa.AP/Vadim Ghirda Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga fjölda manns úr brennandi fjölbýlishúsinu í nótt. Hinn tuttugu og fjögurra ára gamli slökkviliðsmaður Andryi barðist við tárin á vettvangi. „Við tökum á honum stóra okkar og höldum áfram að vera sterk og allt fer vel. Við munum verja Úkraínu, verja líf fólksins okkar. Það skiptir öllu máli,“ sagði slökkviliðsmaðurin ungi. Alex Goncharenko þingmaður á úkraínska þinginu var einnig sigurviss þar sem hann var mættur til að virða fyrir sér afleiðingar árásarinnar í morgun. „Putin getur ekki unnið herinn okkar. Herinn okkar heldur vel í við hann þannig að nú ræðst hann á óvopnað fólk, ófrískar konur eins og í Mariupol, börn og fólk á flótta. Þannig að þetta er þjóðarmorð á 21. öldinni í miðri Evrópu,“ segir þingmaðurinn. Mannfallið og eyðileggingin í Mariupol hefur verið gífurleg. Íbúðarhús, skólar og sjúkrahús eru í rústum og illa gengur að koma vistum til íbúanna. Rússar hafa setið um borgina í um hálfan mánuð og haldið uppi stöðugum loftárásum, þannig að fólk sem vogar sér upp úr kjöllurum þarf stöðugt að hlaupa í skjól undan flugskeytum og stórskotaliðsárásum. Flestir þeirra tæplega þriggja milljóna sem flúið hafa innrás Rússa í Úkraínu eru konur og börn. Myndin er tekin í bænum Medyka við landamæri Úkraínu og Póllands.AP/Petros Giannakouris Ung kona sem hljóp í skjól í stigagangi með föður sínum og hópi fólks féll algerlega buguð í fang eldri föður síns. „Pabbi ég get þetta ekki lengur,“ sagði hún grátandi og beindi síðan orðum sínum til umheimsins: „Við fáum engar upplýsingar. Við vitum ekkert. Það er engu líkara en við búum djúpt inni í skógi. Þeir hefðu átt að upplýsa okkur, að minnsta kosti um hvað er að gerast hvar,“ sagði konan grátandi. Útför fjögurra hermanna sem féllu í árás Rússa á herstöð Úkraínumanna í Yarokiv.AP/Bernat Armangue Friðaviðræður hafa ekki skilað neinu hingað til en Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkar þeim Rússum sem þora þrátt fyrir hættu áfangelsisvist að mótmæla stríðinu. Eins og starfskonu rússneska sjónvarpsins sem truflaði útsendingu í gær með slagorðum gegn stríðinu og póstaði yfirlýsingu á Netið. „Hið hughrakka varnarlið okkar heldur áfram að valda rússneskum hersveitum miklu tjóni. Fjöldi þyrlna sem skotinn hefur verið niður nálgast hundraðið. Þeir hafa nú þegar misst um áttatíu þotur, hundruð skriðdreka og þusundir af alls kyns búnaði öðrum,“ segir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. 15. mars 2022 17:00 Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. 15. mars 2022 12:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. 15. mars 2022 17:00
Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. 15. mars 2022 12:50
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent