Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2022 22:44 Guðrún Lilja og Brynjar Þór í gestastofu ullarvinnslunnar í Gilhaga. Einar Árnason Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent