Fótbolti

Abramovich bannaður frá enskum fótbolta

Atli Arason skrifar
Roman Abramovich
Roman Abramovich

Enska úrvalsdeildin gaf út tilkynningu rétt í þessu að deildin hafi bannað Abramovich frá frekari aðkomu að deildinni sem stjórnandi Chelsea.

„Í kjölfar refsiaðgerða bresku ríkisstjórnarinnar hefur stjórn úrvalsdeildarinnar ákveðið að fjarlægja þátttökurétt Roman Abramovich sem stjórnanda Chelsea. Ákvörðun stjórnarinnar mun ekki hafa áhrif á getu félagsins til að æfa og spila sína leiki,“ sagir í tilkynningu frá Úrvalsdeildinni.

Þessi ákvörðun úrvalsdeildarinnar breytir ekki miklu þar sem Abramovich má ekki einu sinni fljúga í breskri lofthelgi, hvað þá stíga fæti inn í landið. Þessi yfirlýsing úrvalsdeildarinnar staðfestir þó að rússneski auðkýfingurinn er ekki velkominn í enskan fótbolta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.