Innlent

Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gísli Rafn hefur óskað eftir því að hvítur Monster verði seldur í mötuneyti Alþingis.
Gísli Rafn hefur óskað eftir því að hvítur Monster verði seldur í mötuneyti Alþingis. Vísir

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis.

Píratar birtu mynd af erindinu, sem Gísli sendi forsætisnefnd í dag, á Twitter. Píratar skrifa í athugasemd við myndina að „Forsætisnefnd Alþingis hafi borist mikilvægt erindi“ frá Gísla.

Gísli skrifar í bréfinu að þingfundir Alþingis séu langir og Alþingismenn þurfi oft að halda einbeitingu á löngum og mis-innihaldsríkum fundum. 

„Þingfundir Alþingis eru langir og krefjast þess oft og tíðum að þingmenn sitji löngum stundum í þingsal og hlýði á mis-innihaldsríkar ræður þingmanna. Slíkt krefst úthalds, einbeitingu og orku. Nauðsynlegt er að tryggja og efla aðgengi að þeim neysluvörum sem geta stuðlað enn frekar að því,“ skrifar Gísli í erindinu. 

Netverjar sátu ekki lengi á sér og fóru að grínast með erindið. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.