Erlent

Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úkraínskur drengur á flótta yljar sér við gasloga í Rúmeníu.
Úkraínskur drengur á flótta yljar sér við gasloga í Rúmeníu. epa/Robert Ghement

Leiðtogar Evrópuríkjanna munu funda í Frakklandi á fimmtudag til að ræða leiðir til að gera álfuna óháða olíu og gasi frá Rússlandi. Þarlendir ráðamenn hafa brugðist við hugmyndum um verslunarbann á olíu með því að hóta að hætta að selja gas til Evrópu.

Guardian hefur eftir Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, að möguleg ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan um að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi myndi hafa hörmuleg áhrif á heimsmarkaðinn.

Verðið á tunnunni gæti farið yfir 300 dollara en það fór hæst í tæpa 150 dollara árið 2008.

Novak vísaði meðal annars til ákvörðunar Þjóðverja að stöðva, að minnsta kosti tímabundið, vottun Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem átti að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands og sagði að Rússar gætu gripið til þess úrræðis að slökkva á Nord Stream 1.

Sú leiðsla sér Evrópuríkjunum fyrir stórum hluta þess gass sem þau nota.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×