Erlent

Dauðsföll af völdum Covid-19 nálgast sex milljónir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Faraldrinum er hvergi nærri lokið og í Hong Kong stendur til að skima alla íbúa þrisvar sinnum í mánuðinum til að freista þess að draga úr útbreiðslu pestarinnar.
Faraldrinum er hvergi nærri lokið og í Hong Kong stendur til að skima alla íbúa þrisvar sinnum í mánuðinum til að freista þess að draga úr útbreiðslu pestarinnar. AP/Vincent Yu

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú við það að ná sex milljóna markinu samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Faraldurinn er því enn ekki að baki þrátt fyrir að samkomutakmarkanir heyri nú söginni til víða.

Uppsveifla er í faraldrinum hjá ríkjum sem áður höfðu náð að forðast veiruna líkt og afskekktum Kyrrahafseyjum. Þá fer dauðsföllum nú fjölgandi í Hong Kong og þar ætla stjórnvöld að prófa alla landsmenn fyrir veirunni þrisvar sinnum í þessum mánuði til að reyna að ná tökum á ástandinu. 

Dánartalan er einnig enn há í löndum á borð við Pólland, Ungverjaland og Rúmeníu að því er AP fréttastofan greinir frá. Þau lönd takast nú einnig á við mikinn straum flóttamanna frá Úkraínu en þar í landi eru tiltölulega fáir bólusettir og þar var faraldurinn í uppsveiflu áður en Rússar hófu innrás sína. 

Og dauðsföll eru enn mörg í Bandaríkjunum, þrátt fyrir hátt bólusetningarhlutfall og nú nálgast Bandaríkjamenn þann áfanga að ein milljón hafi látið lífið af völdum Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×