„Munum refsa öllum sem framið hafa voðaverk í þessu stríði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 22:53 Ávarp frá Selenskí birtist í kvöld og þar sagði hann þvinganir Vesturlanda gegn Rússum ekki ganga nógu langt. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann fordæmdi þögn Vesturlanda við þeim ummælum varnarmálaráðuneytis Rússa að varnarinnviðir Úkraínumanna yrðu sprengdir á morgun. Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira