Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 12:17 „Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi,“ segir Baldur. Vísir/Vilhelm „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira