Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 12:17 „Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi,“ segir Baldur. Vísir/Vilhelm „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira