Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 06:29 Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson Facebook Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira