Erlent

Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úkraínskur hermaður heldur á svokölluðum skriðdrekabana.
Úkraínskur hermaður heldur á svokölluðum skriðdrekabana. epa/Stepan Franko

Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll.

Um er að ræða nánast allar tegundir vopna, allt frá skammbyssum og skotvopnum upp í eldflaugar og skriðdrekabana.

Meðal ríkjanna eru Þýskaland, Pólland, Holland og löngum hlutlaus ríki á borð við Svíþjóð og Finnland. Á sama tíma hefur Atlanshafsbandalagið greint frá því að til standi að flytja hergögn og aukinn herafla, allt að 22 þúsund hermenn, í nágrannaríki Rússlands og Hvíta Rússlands.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, sagði á þriðjudag að öryggis- og varnarmál Evrópu hefðu þróast meira á síðustu sex dögum en síðustu tveimur áratugum.

Skýrendur benda hins vegar á að enn eigi eftir að koma í ljós hvort umræddar vopnagjafir muni skipta sköpum í átökunum við innrásarher Rússa og þá sé sá möguleiki fyrir hendi að þær muni enn auka á spennuna í samskiptum vestursins og Rússlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×