Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:57 Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar. Stöð 2 Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. „Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
„Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56