Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:09 Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru dökkir á hörund, hafa lent í vandræðum við að flýja Úkraínu. Mörgum þeirra hefur verið meinað að fara um borð í lestar og rútur og segjast margir hafa orðið fyrir barsmíðum landamæravarða. Getty/Murat Saka Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. „Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
„Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00
Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16