Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 21:01 Stríðsástand hefur ríkt í Úkraínu undanfarin átta ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu. Getty/Marlon Correa Ágreining Rússa og Úkraínumanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna árið 1991 þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði. Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19
Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01