Newcastle taplaust í síðustu sjö leikjum | Cash fékk spjald þegar hann sendi skilaboð til Úkraínu Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 17:30 Matty Cash Getty Images Newcastle og Aston Villa sigurðu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Crystal Palace töpuðu tveimur stigum gegn Burnley. Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022 Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira
Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira