Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 19:50 Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum. Vísir/Getty Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira