Stjörnumenn afar ósáttir við Akureyrarbæ og KSÍ vegna „slysagildrunnar“ Bogans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 13:31 Hilmar Árni Halldórsson meiddist í leik Stjörnunnar og Þórs í Boganum á laugardaginn. Óttast er að Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi meiðst illa á hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Stjörnumenn eru afar ósáttir við að hafa þurft að spila í Boganum á Akureyri og kalla knatthúsið slysagildru. Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira