Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 10:01 Thomas Tuchel faðmar hér Romelu Lukaku og ætlar að standa með sínum manni í gegnum erfiðan tíma. EPA-EFE/Neil Hall Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira