Innlent

Brá þegar hann opnaði úti­dyrnar í morgun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út. 
Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út.  Tryggvi Sigurðsson

Íbúa í Vest­manna­eyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði úti­dyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjó­veggur. Allt var kol­ó­fært í Eyjum í morgun en annað eins fann­fergi hefur ekki sést þar í um fimm­tán ár.

Mikið hvass­viðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skaf­renningur skapaðist.

Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyja­mönnum vand­ræðum.

Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um úti­dyrahurðina í morgun: 

Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson

„Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyja­maðurinn Tryggvi Sigurðs­son.

Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að að­stoða sig að ryðja heim­reiðina en gröfur og snjó­ruðnings­tæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun.

Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2

Hafa gaman að veðrinu

Katrín Lauf­ey Rúnars­dóttir, einn rit­stjóri bæjar­miðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna.

Hún segir að flestir hafi haft gaman að fann­ferginu, sér­stak­lega eig­endur vel út­búinna jeppa.

„Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virki­legar tor­færur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti ein­mitt einn sem var á ferð í alla nótt á risa­bíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín.

Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2

Flestir hafi þó verið illa búnir undir á­standið.

„En sem betur fer voru engin stór­vægi­leg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vest­mann­eyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín.

Sá það verra 1968 og 2008

Nei, Eyja­menn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun.

„Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upp­lifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitt­hvað svo­leiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008

Veður­við­varanir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vestur­landi síðan í gær. Í Vest­manna­eyjum hefur gríðar­legt fann­fergi valdið miklum truflunum á sam­fé­laginu og segjast Eyja­menn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman ára­tug.

Götur ófærar í Eyjum

Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×