Innlent

Götur ófærar í Eyjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er mikill snjór í Eyjum.
Það er mikill snjór í Eyjum. Tigull.is

Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum.

Það hvessti töluvert í Vestmannaeyjum í gær sem gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Biðlaði lögreglan til Vestmannaeyinga um að vera ekki á ferðinni í gær, enda var nánast ekkert skyggni.

Ekki var hægt að ryðja göturnar í gær vegna skyggnis en starfsmenn bæjarins hafa hafist handa við það núna í morgun. Töluvert er hins vegar af föstum bílum um bæinn sem tefur verkið.

Biðlar lögreglan því aftur til Vestmannaeyinga um að vera ekki á ferðinni svo hægt sé að hreinsa götur bæjarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×