Innlent

Mikill við­búnaður slökkvi­liðs sem finnur ekki upp­tök reyks

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðsmenn þurftu ekki að grípa í slöngurnar að þessu sinni.
Slökkviliðsmenn þurftu ekki að grípa í slöngurnar að þessu sinni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í hóteli við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. 

„Við fengum tilkynningu um eld í hóteli, síðan reynist þetta vera reykur í einhverju. Við finnum það ekki einu sinni,“ segir starfsmaður slökkviliðsins í samtali við Vísi.

Hann segir að öllum gestum hótelsins hafi verið hleypt aftur inn og engin hætta sé talin á ferðum.

Þó sé slökkviliðið enn að störfum á svæðinu að leita af sér allan grun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×