Fótbolti

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mauricio dos Anjos er gallharður stuðningsmaður Flamengo.
Mauricio dos Anjos er gallharður stuðningsmaður Flamengo. Acervo pessoal

Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Ekki er óalgengt að stuðningsmenn liða láti húðflúra merki liðsins síns, eða annað slíkt, á líkaman til að sína stuðning sinn í verki.

Mauricio dos Anjos fór hins vegar skrefinu lengra og nú verður hann klæddur treyju Flamengo um ókomna tíð.

Þessi 35 ára stuðningsmaður fór í fyrsta tíman árið 2018, en það tók heilt ár að klára listaverkið. Alls fór Dos Anjos í 32 tíma til að klára húðflúrið, sem tóku samtals um 90 klukkustundir.

„Ég fékk mé hrægamm [lukkudýr Flamengo] með merki félagsins á tvíhöfðann. Síðan ákvað ég að mig langaði að fá húðflúr af treyjunni, en mig hafði langað það í svolítinn tíma,“ sagði Dos Anjos um húðflúrið.

„En mér fannst þetta vera orðið frekar dýrt. Þetta hefði kostað á milli tvö og þrjú þúsund pund. Þannig að ég ákvað að fá mér eitthvað minna sem væri bara á smá hluta af öxlinni á mér.“

„Húðflúrarinn rukkaði mig um 165 pund, en þegar við fórum að spjalla sagði hann mér að hann mynid gera alla treyjuna fyrir mig án þess að rukka aukalega. Þetta myndi bara gefa honum góða umfjöllun,“ sagði Dos Anjos að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×