Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 23:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins. Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins.
Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira