Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 07:01 Antonio Conte furðar sig á því að verið sé að reyna að skapa vandamál á milli sín og Tottenham. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira