Íslenski boltinn

Orri mætir Blikum pabba síns í beinni

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Steinn Óskarsson er þegar farinn að fá tækifæri með aðalliði danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar og mætir Breiðabliki á æfingamóti í dag.
Orri Steinn Óskarsson er þegar farinn að fá tækifæri með aðalliði danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar og mætir Breiðabliki á æfingamóti í dag. Getty/Lars Ronbog

Tveir Íslendingar eru í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem mætir Breiðabliki í Atlantic Cup í Portúgal í dag.

Hinn 17 ára sóknarmaður Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Blika, er í byrjunarliði FCK. Þar er einnig hinn 18 ára gamli landsliðsmaður Ísak Bergmann Jóhannesson.

Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson eru aftur á móti ekki með FCK í dag. Andri fær því ekki tækifæri til að mæta sínu gamla liði en á heimasíðu FCK segir að hann hafi glímt við meiðsli.

Leikurinn hefst klukkan 16 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Byrjunarlið Blika er þannig skipað: Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Elfar Freyr Helgason, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Dagur Dan Þórhallsson, Anton Logi Lúðvíksson, Kristinn Steindórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×