Innlent

Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Undirbúningur stóð yfir við Þingvallavatn í gærdag.
Undirbúningur stóð yfir við Þingvallavatn í gærdag. Vísir/Egill

Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem segir að fresta þurfi aðgerðum fram eftir degi.

„Aðgerð á Þingvallavatni frestast fram eftir degi a.m.k þar sem ís á vatninu hamlar því að prammi komist út að þeim stað þar sem flugvélin liggur. Nú er nærri logn og verður beðið átekta þar til vindur fer að hreyfa við ísnum,“ segir í tilkynningunni.

Fimbulkuldi er á Þingvöllum en þar mældist tuttugu stiga frost í morgum. Um tíu gráðu frost er á staðnum þessa stundina.

Eins og við sögðum frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er aðgerðin umfangsmikil.

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin, sem átti að hefjast í morgun en hefur nú verið frestað er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Unnið var að því í gær að setja upp búnað og aðstöðu við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni. Yfir fimmtíu manns munu taka þátt í aðgerðinni, sem mun frestast fram eftir degi.


Tengdar fréttir

Tuttugu og tveir kafarar taka þátt

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Ryðja, tjalda og koma upp þyrlu­lendingar­stað við Þing­valla­vatn

Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir.

Ís­lands­ferðin var efst á óska­lista eins þeirra sem lést

Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak.

Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna

Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×