Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 18:17 Oddur Árnason á vettvangi í gær. Vísir Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45