Conte segir innkaupastefnu Tottenham skrýtna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 18:46 Antonio Conte er hissa á því að Tottenham hafi látið fjóra leikmenn fara í janúar. Robin Jones/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, furðar sig á því hvernig félagið stundar viðskipti eftir að félagsskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni og varar félagið við að gera sömu mistök og áður. Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022 Enski boltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022
Enski boltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira