Erlent

Banda­ríkja­her rekur óbólu­setta her­menn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin á æfingu Bandaríkjahers.
Myndin er tekin á æfingu Bandaríkjahers. Getty/Weigel

Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna.

Langflestir hermenn (e. army) hafa nú að minnsta kosti fengið einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Í frétt Reuters segir að 79 bandarískir hermenn hafi nú látist úr Covid.

Christine Wormouth ritari Bandaríkjahers segir nauðsynlegt að bólusetja hermennina: „Við getum ekki látið hermennina okkar veikjast. Hermenn þurfa alltaf að vera tilbúnir í átök og óbólusettir hermenn geta lagt stein í götu herliðs okkar, sem þarf alltaf að vera viðbúið.“

Aðrir flokkar innan bandaríska hersins, til að mynda flugherinn, hafa nú þegar byrjað að reka óbólusetta hermenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×