Innlent

Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórir Guðmundsson og Heiðar Örn Sigurfinnsson.
Þórir Guðmundsson og Heiðar Örn Sigurfinnsson. Samsett

Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Sömuleiðis sækja Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS, um stöðuna.

Greint er frá þessu á vef RÚV. Staðan var auglýst í janúar en Rakel Þorbergsdóttir lét af störfum sem fréttastjóri um áramótin. Sömuleiðis var starf dagskrárstjóra Rásar 2 auglýst laust til umsóknar og sóttu fimm einstaklingar um stöðuna. Þeir voru eftirfarandi:

  • Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri.
  • Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri.
  • Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur.
  • Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
  • Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.

Baldvin Þór Bergsson lét af störfum sem dagskrárstjóri Rásar 2 og númiðla RÚV um áramótin og tók við sem ritstjóri Kastljóss.


Tengdar fréttir

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðar­á­stand“

„Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót.

Þórir til Búdapest að bjarga flóttafólki í sjávarháska

Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Þar segir að skipið hafi það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×