Innlent

31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landspítalinn er enn á neyðarstigi.
Landspítalinn er enn á neyðarstigi. Einar Árnason

Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél.

Þetta kemur fram í færslu sem Landspítalinn birti á Facebook rétt í þessu.

Meðalaldur innilagðra er 62 ár.

9.163 sjúklingar eru í umsjá Covid-göngudeildar, þar af 3.860 börn.

217 starfsmenn Landspítala eru í einangrun eða innlögn.

398 hafa verið lagðir inn á spítalann frá því að fjórða bylgjan hófst, 30. júní síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×