Innlent

Hyggja á hótelrekstur í Herkastalanum og mathöll í Kaffi Reykjavík

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hjálpræðisherinn seldi Herkastalann árið 2016, á um 640 milljónir króna.
Hjálpræðisherinn seldi Herkastalann árið 2016, á um 640 milljónir króna.

Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti 2 og hyggst reka þar hótel og veitingastað. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri.

Þar segir að húsið, sem var áður í eigu Hjálpræðishersins, rúmi 53 gistiherbergi. Á jarðhæð verði móttaka og veitingasala auk þess sem veislusalur hússins verði notaður undir veitingastarfsemi, viðburði og þjónustu.

Kaupandi Herkastalans er sagður reka keðju víetnamskra veitingahúsa og matvörumarkaða auk þess sem hann muni á vormánuðum opna mathöll í húsnæðinu við Vesturgötu 2, þar sem áður var Kaffi Reykjavík.

Seljandi Kirkjustrætis 2 var Kastali fasteignafélag, sem er í eigu sjóðs í rekstri hjá GAMMA.


Tengdar fréttir

Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi

Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri.

Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans

Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar.

Herkastalinn seldur til hulduhóps

Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna.

Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna

Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×