Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári. Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári.
Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira