Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira