Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira