Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 23:13 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins en var seldur fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“ Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“
Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00