Munir Herkastalans seldir á laugardag Sara McMahon skrifar 21. september 2016 10:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins. Fréttablaðið/GVA Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni, til dæmis rúm, kojur, rúmföt, stóla, borð og búsáhöld. Tilefnið er flutningur Hjálpræðishersins úr Herkastalanum, en húsinu verður breytt í lúxushótelíbúðir. Herkastalinn var reistur af meðlimum Hjálpræðishersins árið 1916 sem sjómannaheimili. Húsið, sem er 1.600 fermetrar að stærð, þótti einstakt á sínum tíma og þykir enn í dag meðal áhugaverðustu bygginga miðbæjarins. „Á einum tímapunkti var hér rekið gistiheimili og gistiskýli fyrir heimilislausa, en það gekk ekki vel að blanda þessu tvennu saman. Það eru mörg ár síðan við hættum að geta tekið á móti heimilislausum í gistingu og byrjuðum að reka þetta sem gistiheimili,“ útskýrir flokksleiðtoginn Ingvi Kristinn Skjaldarson er hann leiðir blaðamann og ljósmyndara um ranghala hússins.Það kennir ýmissa grasa í Herkastalanum.GVASamtökin munu reisa nýtt hús við Mörkina þar sem áhersla verður lögð á starfsemi fyrir börn og eldri borgara. Í húsinu verður meðal annars verkstæði og kaffihús sem mun ekki aðeins nýtast félagsmönnum heldur einnig fólkinu í hverfunum í kring. Aðspurður hvort flutningunum muni fylgja söknuður, segir Ingvi: „Það fer eftir því hvern þú spyrð. Húsið er orðið gamalt og hætt að þjóna sínum tilgangi, aðgengi fyrir fatlaða er ekkert, þannig að ég mun ekki sakna þess.“ Markaðurinn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 18. Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni, til dæmis rúm, kojur, rúmföt, stóla, borð og búsáhöld. Tilefnið er flutningur Hjálpræðishersins úr Herkastalanum, en húsinu verður breytt í lúxushótelíbúðir. Herkastalinn var reistur af meðlimum Hjálpræðishersins árið 1916 sem sjómannaheimili. Húsið, sem er 1.600 fermetrar að stærð, þótti einstakt á sínum tíma og þykir enn í dag meðal áhugaverðustu bygginga miðbæjarins. „Á einum tímapunkti var hér rekið gistiheimili og gistiskýli fyrir heimilislausa, en það gekk ekki vel að blanda þessu tvennu saman. Það eru mörg ár síðan við hættum að geta tekið á móti heimilislausum í gistingu og byrjuðum að reka þetta sem gistiheimili,“ útskýrir flokksleiðtoginn Ingvi Kristinn Skjaldarson er hann leiðir blaðamann og ljósmyndara um ranghala hússins.Það kennir ýmissa grasa í Herkastalanum.GVASamtökin munu reisa nýtt hús við Mörkina þar sem áhersla verður lögð á starfsemi fyrir börn og eldri borgara. Í húsinu verður meðal annars verkstæði og kaffihús sem mun ekki aðeins nýtast félagsmönnum heldur einnig fólkinu í hverfunum í kring. Aðspurður hvort flutningunum muni fylgja söknuður, segir Ingvi: „Það fer eftir því hvern þú spyrð. Húsið er orðið gamalt og hætt að þjóna sínum tilgangi, aðgengi fyrir fatlaða er ekkert, þannig að ég mun ekki sakna þess.“ Markaðurinn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 18.
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira