Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2016 11:16 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Hjálpræðisherinn hefur sótt um lóð í Sogamýri á milli hjúkrunarheimilisins Markarinnar og lóðarinnar þar sem moska Félags múslima á að rísa. Morgunblaðið greinir frá þessu og ræðir við Gunnar Eide, deildarstjóra Hjálpræðishersins á Íslandi, sem vonast eftir því að Reykjavíkurborg svari umsókninni í mánuðinum. Gunnar segir að til standi að reisa eitt þúsund fermetra hús undir starfsemina. Sem kunnugt er hefur Herkastalinn við Kirkjustræti verið auglýstur til sölu. Þar hefur Hjálpræðisherinn rekið gistiheimili um árabil en að sögn Gunnars stendur ekki til að reka gistiheimili í Sogamýrinni. Um sé að ræða safnaðarmiðstöð sem henti einnig til safnaðarstarfs. „Okkur langar að hafa þarna fjölskyldumiðstöð og eins að geta tekið á móti innflytjendum,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu.Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands eru 48 skráðir í trúfélagið. Er það í 31. sæti af 47 skráðum trúfélögum hér á landi sé litið til fjölda skráðra meðlima. Gunnar telur þó að virkir félagar hjá Hjálpræðishernum séu á milli 100 og 200. Herinn stóð fyrir jólakvöldverði á aðfangadag í Ráðhúsi Reykjavíkur en á þriðja hundrað manns þáðu boð hersins. Moskan sem múslimar hyggjast reisa í Sogamýrinni er áætluð að verði 800 fermetrar að stærð. 486 eru skráðir í Félag múslima á Íslandi. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Hjálpræðisherinn hefur sótt um lóð í Sogamýri á milli hjúkrunarheimilisins Markarinnar og lóðarinnar þar sem moska Félags múslima á að rísa. Morgunblaðið greinir frá þessu og ræðir við Gunnar Eide, deildarstjóra Hjálpræðishersins á Íslandi, sem vonast eftir því að Reykjavíkurborg svari umsókninni í mánuðinum. Gunnar segir að til standi að reisa eitt þúsund fermetra hús undir starfsemina. Sem kunnugt er hefur Herkastalinn við Kirkjustræti verið auglýstur til sölu. Þar hefur Hjálpræðisherinn rekið gistiheimili um árabil en að sögn Gunnars stendur ekki til að reka gistiheimili í Sogamýrinni. Um sé að ræða safnaðarmiðstöð sem henti einnig til safnaðarstarfs. „Okkur langar að hafa þarna fjölskyldumiðstöð og eins að geta tekið á móti innflytjendum,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu.Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands eru 48 skráðir í trúfélagið. Er það í 31. sæti af 47 skráðum trúfélögum hér á landi sé litið til fjölda skráðra meðlima. Gunnar telur þó að virkir félagar hjá Hjálpræðishernum séu á milli 100 og 200. Herinn stóð fyrir jólakvöldverði á aðfangadag í Ráðhúsi Reykjavíkur en á þriðja hundrað manns þáðu boð hersins. Moskan sem múslimar hyggjast reisa í Sogamýrinni er áætluð að verði 800 fermetrar að stærð. 486 eru skráðir í Félag múslima á Íslandi.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira