Innlent

Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Bólusetningar barna fara fram í Laugardalshöll.
Bólusetningar barna fara fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina.

Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu.

„Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum.

„Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“

Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna.

„Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“


Tengdar fréttir

Miklar breytingar á sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.