Innlent

Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólu­setningu

Atli Ísleifsson skrifar
Byrjað var að bólusetja börn fædd 2016 í laugardalshöll á mánudaginn í síðustu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hvetur fólk til að mæta í bólusetningu.
Byrjað var að bólusetja börn fædd 2016 í laugardalshöll á mánudaginn í síðustu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hvetur fólk til að mæta í bólusetningu. Vísir/Vilhelm

Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku.

Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. 

Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað.

Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. 

Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. 

Opið til klukkan 18 í næstu viku

Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. 

„Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk. 


Tengdar fréttir

Segir bólu­setningu leik­skóla­barna hafa gengið á­gæt­lega

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.