Innlent

Skerða af­hendingu raf­magns eftir sprengingu í tengi­virki á Nesja­völlum

Eiður Þór Árnason skrifar
Allar vélar eru nú úti á Nesjavöllum. 
Allar vélar eru nú úti á Nesjavöllum.  ON

Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út.

Engin slys urðu á fólki en slökkvilið var kallað út til að reykræsta og er þeirri vinnu lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar sem rekur virkjunina en aftengja þurfti fjórðu aflvélina til að starfsfólk félagsins gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Allar vélar Nesjavallavirkjunar eru því úti sem stendur.

Að sögn Orku náttúrunnar er umfang tjóns ekki ljóst og þarf félagið að skerða afhendingu rafmagns til Norðuráls vegna sprengingarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.