Erlent

Tugir látnir ó­veður sem gekk yfir suð­austur­hluta Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Ár hafa flætt yfir bakka sína víða í Mósambik, Malaví og Madagaskar vegna hitabeltisstormsins Ana. Myndin er frá bænum Chikwawa í Malaví.
Ár hafa flætt yfir bakka sína víða í Mósambik, Malaví og Madagaskar vegna hitabeltisstormsins Ana. Myndin er frá bænum Chikwawa í Malaví. AP

Tugir eru látnir eftir óveður sem gekk yfir þrjú Afríkuríki í vikunni og olli miklu tjóni.

Hitabeltisstormurinn Ana gekk á land á Madagaskar á mánudaginn var og olli tjóni. Síðan skall veðrið á Mósambík og Malaví en gríðarmiklar rigningar hafa fylgt storminum.

Enn er verið að leggja mat á tjónið en menn óttast hið versta þar sem annar svipaður stormur er í uppsiglingu úti á Indlandshafi.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Madagaskar þar sem 48 létust, Í Mósambík fórust átján og ellefu í Malaví.

Tugir þúsunda heimila eyðilögðust og ár flæddu yfir bakka sína og sópuðu brúm í burtu þannig að samgöngur eru afar erfiðar á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×