Frestur félagsins átti að renna út þann 1. febrúar næstkomandi, en hefur nú verið framlengur fram í byrjun mars. Derby fór í greiðslustöðvun í haust og í kjölfarið á því var 21 stig dregið af liðinu.
Skiptastjórnendur Derby hafa átt í viðræðum við nokkra aðila um kaup á félaginu að undanförnu, en þær viðræður hafa gengið brösulega þar sem tvö félög hafa lagt fram skaðabótakröfur á hendur Derby.
Middlesbrough telur sig hafa orðið fyrir tjóni árið 2019 þegar Derby fór upp fyrir liðið í ensku 1. deildinni og tryggði sér umspilssæti og þá telur Wycombe Wanderers að stigin sem voru dregin af Derby á þessu tímabili hafi átt að vera dregin af þeim á síðasta tímabili. Hefðu stigin verið dregin af Derby á síðasta tímabili hefði félagið fallið úr 1. deildinni í stað Wycombe.
Eins og staðan er núna er Derby í næst neðsta sæti ensku 1. deildarinnar með 14 stig eftir 27 leiki. Liðið er aðeins átta stigum frá öruggu sæti og það verður að teljast ótrúlegt þrekvirki ef liðið nær að halda sér í deildinni þrátt fyrir að hafa misst 21 stig í haust.