Erlent

Leggja niður allar sótt­varna­að­gerðir í Dan­mörku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, kynnir afléttingu allra sóttvarnaaðgerða.
Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, kynnir afléttingu allra sóttvarnaaðgerða. EPA-EFE/NILS MEILVANG

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Er þetta gert í samræmi við tillögur sóttvarnanefndar landsins sem leggur þó til að enn verði nokkur viðbúnaður á landamærum næstu fjórar vikurnar frá komandi mánaðarmótum.

 Heilbrigðisráðherra Dana, Magnus Heunicke segir að Covid-19 sé því ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógni dönsku samfélagi og því beri að aflétta öllum takmörkunum. 

Ráðherrann hittir þingmenn síðar í dag til að útlista málið en í umfjöllun TV2 segir að einhugur sé um afléttingarnar á danska þinginu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.