Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, kynnir afléttingu allra sóttvarnaaðgerða.EPA-EFE/NILS MEILVANG
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.
Er þetta gert í samræmi við tillögur sóttvarnanefndar landsins sem leggur þó til að enn verði nokkur viðbúnaður á landamærum næstu fjórar vikurnar frá komandi mánaðarmótum.
Heilbrigðisráðherra Dana, Magnus Heunicke segir að Covid-19 sé því ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógni dönsku samfélagi og því beri að aflétta öllum takmörkunum.
Ráðherrann hittir þingmenn síðar í dag til að útlista málið en í umfjöllun TV2 segir að einhugur sé um afléttingarnar á danska þinginu.
Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana.
Fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni. Hátíðarhald var takmarkað vegna kórónuveirufaraldursins en þó var athöfn í danska þinghúsinu í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Danmerkur minntist þess þegar landsmenn greiddu atkvæði um hvort kona mætti taka við krúnunni á sínum tíma.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.