Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2022 15:00 Staðan í Evrópu er víðast hvar svipuð og hér á landi þegar kemur að fjölda smita en sóttvarnaaðgerðir eru þó misstrangar. Vísir/EPA Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana. Um milljón greinist smituð á hverjum degi í Evrópu og hafa mörg Evrópuríki hert sóttvarnaaðgerðir verulega undanfarnar vikur vegna uppgangs faraldursins og þá sérstaklega ómíkron-afbrigðis veirunnar, sem virðist smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar. En hvernig er það að vera staddur í þessum Evrópuríkjum og hvernig er stemningin? Margrét Björnsdóttir í Brussel „Nú erum við að upplifa fimmtu bylgjuna í Brussel og eru smitin hér enn mjög mörg, til dæmis voru hátt í 38.000 tilfelli á mánudaginn var (í allri Belgíu). Þá eru smit á ungu fólki að aukast, þ.e. á aldrinum 10-20 ára og það er ómíkron afbrigðið sem er að mælast í flestum tilvikum. Meirihluti þeirra sem eru á intensífri Covid-deild á spítölunum eru óbólusettir,“ segir Margrét Björnsdóttir, sem er búsett í Brussel. Margrét Björnsdóttir segir grímuskyldu fyrir börnin erfiðasta.aðsend „Í janúar var svo byrjað að bólusetja börn frá 5 ára aldri. Það sem okkur fjölskyldunni finnst erfiðast er grímuskyldan fyrir börn frá 6 ára aldri. En dóttir okkar hefur þurft að nota grímu í skólanum síðan fyrir jól. Þegar við förum á kaffihús eða veitingastaði þá er vanalega beðið um CST (Covid Safety Ticket) sem sýnir að við erum fullbólusett. En þú getur ekki setið inná kaffihúsi nema að þú getir sýnt fram á að þú uppfyllir þau skilyrði. Annars erum við voða vön þessu breytta lífi og tökum öllum takmörkunum með æðruleysi. Það er eiginlega leiðinlegast að við í nefnd Íslendingasamfélagsins þurftum að fresta Þorrablótinu sem átti að vera í febrúar en nú er stefnan sett á mars og við höldum í bjartsýnina,“ segir Margrét. Geir Zoëga í Barcelona Enn harðari takmarkanir virðast vera víða á Spáni, en þar stjórna héröðin hvaða takmarkanir eru í gildi í þeim héröðum á hverjum tíma. Geir segir að þrátt fyrir að grímuskylda sé bæði innan- og utandyra í Katalóníu fylgi því fáir eftir utandyra.Ljósmyndari: Benedikt Bjarnason „Það er útgöngubann milli 1 og 6, og 10 manna samkomubann. Skemmtistaðir eru allir lokaðir. Veitingastaðir mega bara fylla helming sæta innandyra en engar takmarkanir utandyra. Maður þarf að sýna bóluetningarvottorð til að mega sitja á veitingastað eða bar og því er alltaf fylgt mjög strangt eftir,“ segir Geir Zoëga, sem er búsettur í Barcelona. „Það er grímuskylda nánast alls staðar. Hún gildir víst líka utandyra ef ekki er hægt að tryggja eins og hálfs metra fjarlægð, en maður verður lítið var við hana. Mér finnst fólk sýna öllu mjög mikinn skilning, en maður verður samt alveg var við partý og brot á samkomubanni. Þetta er samt bara í Katalóníu, Mér skilst að skemmtistaðir í Madríd séu opnir og að það séu minni takmarkanir þar.“ Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn Staðan virðist vera aðeins önnur í Danmörku en þrátt fyrir háar smittölur hafa stjórnvöld þar verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Þótt smittölur séu enn háar, eða tæpar 24.000 seinasta sólarhringinn, þá finnur maður að stjórnvöld eru ágætlega bjartsýn. Enda hafa tölur á innlögnum á sjúkrahúsum ekki fylgt þessum háu smittölum eftir, og það hafa ekki færri verið innlagðir á intensiv í mánuð,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn. „Fyrir tveimur dögum ákváðu stjórnvöld að lina sóttvarnaaðgerðum fyrir menningarlífið, meðal annars að opna kvikmyndahús, dýragarða, sundlaugar o.fl., þau gera þetta svona í þrepum og þau telja að ef allt gangi eftir áætlun ætti lífið að vera laust við allar takmarkanir um miðjan mars. Gunnhildur segir nánast annan hvern mann smitaðan af veirunni.Aðsend Ennþá er samt nauðsynlegt að hafa kórónupassa til að komast allt, sem er gildur ef maður hefur gilda bólusetningu, nýtt kórónuveirupróf eða nýlega greinst smitaður. Þau hamra á bólusetningum sem leiðina út úr covid-krísunni og hafa nýlega breytt kórónupassanum svoleiðis að hann gildir einungis í fimm mánuði eftir bólusetningu (svona ágæt pressa á að fólk fái þriðju sprautuna),“ segir Gunnhildur. „Persónulega finnur maður mikið fyrir því hér að þetta er komið mun nær en í flestum öðrum bylgjum. Það er nánast bókstaflega annar hver að smitast (undirrituð meðtalin - enda eiginlega óhjákvæmilegt þegar maður vinnur með unglingum). Maður finnur líka að fólk er orðið mun þreyttara á takmörkunum en í fyrri bylgjum, og ekki jafn stressað að smitast, og þar sem að sjúkrhúsin ná að anna þeim sem á þurfa, eru margir orðnir bara frekar „ligeglad“ satt best að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Spánn Belgía Íslendingar erlendis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Um milljón greinist smituð á hverjum degi í Evrópu og hafa mörg Evrópuríki hert sóttvarnaaðgerðir verulega undanfarnar vikur vegna uppgangs faraldursins og þá sérstaklega ómíkron-afbrigðis veirunnar, sem virðist smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar. En hvernig er það að vera staddur í þessum Evrópuríkjum og hvernig er stemningin? Margrét Björnsdóttir í Brussel „Nú erum við að upplifa fimmtu bylgjuna í Brussel og eru smitin hér enn mjög mörg, til dæmis voru hátt í 38.000 tilfelli á mánudaginn var (í allri Belgíu). Þá eru smit á ungu fólki að aukast, þ.e. á aldrinum 10-20 ára og það er ómíkron afbrigðið sem er að mælast í flestum tilvikum. Meirihluti þeirra sem eru á intensífri Covid-deild á spítölunum eru óbólusettir,“ segir Margrét Björnsdóttir, sem er búsett í Brussel. Margrét Björnsdóttir segir grímuskyldu fyrir börnin erfiðasta.aðsend „Í janúar var svo byrjað að bólusetja börn frá 5 ára aldri. Það sem okkur fjölskyldunni finnst erfiðast er grímuskyldan fyrir börn frá 6 ára aldri. En dóttir okkar hefur þurft að nota grímu í skólanum síðan fyrir jól. Þegar við förum á kaffihús eða veitingastaði þá er vanalega beðið um CST (Covid Safety Ticket) sem sýnir að við erum fullbólusett. En þú getur ekki setið inná kaffihúsi nema að þú getir sýnt fram á að þú uppfyllir þau skilyrði. Annars erum við voða vön þessu breytta lífi og tökum öllum takmörkunum með æðruleysi. Það er eiginlega leiðinlegast að við í nefnd Íslendingasamfélagsins þurftum að fresta Þorrablótinu sem átti að vera í febrúar en nú er stefnan sett á mars og við höldum í bjartsýnina,“ segir Margrét. Geir Zoëga í Barcelona Enn harðari takmarkanir virðast vera víða á Spáni, en þar stjórna héröðin hvaða takmarkanir eru í gildi í þeim héröðum á hverjum tíma. Geir segir að þrátt fyrir að grímuskylda sé bæði innan- og utandyra í Katalóníu fylgi því fáir eftir utandyra.Ljósmyndari: Benedikt Bjarnason „Það er útgöngubann milli 1 og 6, og 10 manna samkomubann. Skemmtistaðir eru allir lokaðir. Veitingastaðir mega bara fylla helming sæta innandyra en engar takmarkanir utandyra. Maður þarf að sýna bóluetningarvottorð til að mega sitja á veitingastað eða bar og því er alltaf fylgt mjög strangt eftir,“ segir Geir Zoëga, sem er búsettur í Barcelona. „Það er grímuskylda nánast alls staðar. Hún gildir víst líka utandyra ef ekki er hægt að tryggja eins og hálfs metra fjarlægð, en maður verður lítið var við hana. Mér finnst fólk sýna öllu mjög mikinn skilning, en maður verður samt alveg var við partý og brot á samkomubanni. Þetta er samt bara í Katalóníu, Mér skilst að skemmtistaðir í Madríd séu opnir og að það séu minni takmarkanir þar.“ Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn Staðan virðist vera aðeins önnur í Danmörku en þrátt fyrir háar smittölur hafa stjórnvöld þar verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Þótt smittölur séu enn háar, eða tæpar 24.000 seinasta sólarhringinn, þá finnur maður að stjórnvöld eru ágætlega bjartsýn. Enda hafa tölur á innlögnum á sjúkrahúsum ekki fylgt þessum háu smittölum eftir, og það hafa ekki færri verið innlagðir á intensiv í mánuð,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn. „Fyrir tveimur dögum ákváðu stjórnvöld að lina sóttvarnaaðgerðum fyrir menningarlífið, meðal annars að opna kvikmyndahús, dýragarða, sundlaugar o.fl., þau gera þetta svona í þrepum og þau telja að ef allt gangi eftir áætlun ætti lífið að vera laust við allar takmarkanir um miðjan mars. Gunnhildur segir nánast annan hvern mann smitaðan af veirunni.Aðsend Ennþá er samt nauðsynlegt að hafa kórónupassa til að komast allt, sem er gildur ef maður hefur gilda bólusetningu, nýtt kórónuveirupróf eða nýlega greinst smitaður. Þau hamra á bólusetningum sem leiðina út úr covid-krísunni og hafa nýlega breytt kórónupassanum svoleiðis að hann gildir einungis í fimm mánuði eftir bólusetningu (svona ágæt pressa á að fólk fái þriðju sprautuna),“ segir Gunnhildur. „Persónulega finnur maður mikið fyrir því hér að þetta er komið mun nær en í flestum öðrum bylgjum. Það er nánast bókstaflega annar hver að smitast (undirrituð meðtalin - enda eiginlega óhjákvæmilegt þegar maður vinnur með unglingum). Maður finnur líka að fólk er orðið mun þreyttara á takmörkunum en í fyrri bylgjum, og ekki jafn stressað að smitast, og þar sem að sjúkrhúsin ná að anna þeim sem á þurfa, eru margir orðnir bara frekar „ligeglad“ satt best að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Spánn Belgía Íslendingar erlendis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira