Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 11:38 Bólusetningar grunnskólabarna á aldrinum sex til ellefu ára hófust í Laugardalshöll fyrir um tíu dögum. Byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21