Erlent

Laumufarþegi lifði af langt ferðalag í lendingarbúnaði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Farþeginn faldi sig í lendingarbúnaði vélarinnar. Myndin tengist fréttinni með óbeinum hætti.
Farþeginn faldi sig í lendingarbúnaði vélarinnar. Myndin tengist fréttinni með óbeinum hætti. studioEAST/Getty

Lögreglan í Hollandi fann í gær laumufarþega um borð í flutningaþotu frá Cargolux sem hafði flogið frá Suður-Afríku til Schiphol flugvallar í Amsterdam með millilendingu í Nairóbí í Kenýa.

Maðurinn hafði falið sig í lendingarbúnaði vélarinnar og þykir með ólíkindum að hann hafi lifað svo langt ferðalag af, sökum ískulda og lágs loftþrýstings.

Um flutningavél var að ræða og fannst maðurinn í framhjóli vélarinnar. Hann var fluttur á sjúkrahús og mun vera í stöðugu ástandi.

Óljóst er hvort hann kom sér um borð í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, eða í Naíróbí í Kenýa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×