Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 17:07 SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. EPA/AHMED MARDNLI Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga. Sýrland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga.
Sýrland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira