Innlent

Rán­dýr stóll Góða hirðisins loksins kominn með heimili

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Nýuppgerður stóllinn og helstu leikendur í þessu stóra máli. Frá vinstri: Ólafur Thoraren­sen hús­gagna­smiður, Ás­dís Birgis­dóttir, nemi í hús­gagna­bólstrun, Eyjólfur Páls­son, eig­andi Epal og Heiða Ei­­ríks­dóttir hjá Ljósinu.
Nýuppgerður stóllinn og helstu leikendur í þessu stóra máli. Frá vinstri: Ólafur Thoraren­sen hús­gagna­smiður, Ás­dís Birgis­dóttir, nemi í hús­gagna­bólstrun, Eyjólfur Páls­son, eig­andi Epal og Heiða Ei­­ríks­dóttir hjá Ljósinu. vísir/egill

Saga rándýra hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum fékk farsælan endi í dag. Stóllinn hefur hlotið sannkallaða yfirhalningu og var í dag gefinn til góðgerðasamtaka.

Það vakti mikla at­hygli þegar stóllinn fór á sölu hjá Góða hirðinum og var settur á hálfa milljón króna. Stóllinn er dönsk hönnunar­vara frá 6. ára­tug síðustu aldar.

Fyrr­verandi eig­andi hans gaf sig svo fram við Góða hirðinn. Sá hafði misst konu sína úr krabba­meini og vildi að stóllinn færi á upp­boð þar sem á­góðinn af sölunni rynni til Ljóssins, stuðnings­mið­stöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabba­mein og aðstandendur þess.

Það var svo eig­andi Epal hönnunar­vöru­verslunar sem keypti stólinn fyrir 165 þúsund krónur og á­kvað að styrkja Ljósið enn meira, um sam­tals 330 þúsund krónur.

Stóll sem gefur gott í hjartað

Svo var að á­kveða hvað ætti að gera við sjálfan stólinn.

„Og ég fékk fullt af svona á­huga­verðum á­bendingum en margir sögðu mér finnst Ljósið eiga að fá hann. Tónninn á að enda þar. Svo að við tókum þá á­kvörðun,“ segir Eyjólfur Páls­son, eig­andi Epal.

Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir sorglegt að sjá eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis.

Stóllinn var af­hentur Ljósinu í dag.

„Þetta er bara bæði gott í hjartað, yndis­legt að fá þennan styrk, sagan öll og allt þetta góða fólk sem kemur að þessu þannig við erum bara himin­lifandi,“ segir Heiða Ei­­ríks­dóttir hjá Ljósinu.

En stóllinn fékk sann­kallaða yfir­halningu áður en hann var af­hentur. Margir hneyksluðust nefni­lega á verðinu á stólnum, eins illa farinn og hann var.

En Eyjólfur fékk bólstrunar­nema og hús­gagna­smið með sér í lið til að lag­færa stólinn sem er orðinn glæsi­legri en nokkru sinni fyrr.

Stóllinn fyrir og eftir yfirhalningu Ólafs og Ásdísar.vísir/sigurjón/egill

„Og hvað gerðirðu við stólinn, hvað er búið að gera við hann? Slípa hann upp og vinna allt gamla efnið af honum, bæði fitu og annað og bera svo á hann aftur,“ segir Ólafur Thoraren­sen hús­gagna­smiður.

Dansk-íslenskur stóll

Og þegar smiðurinn hafði lokið sér af tók bólstrunar­neminn við.

„Ég bara vil gjarnan gefa vinnu mína þar sem hægt er og mér þetta fannst mér alveg til­valið, “ segir Ás­dís Birgis­dóttir, nemi í hús­gagna­bólstrun.

„Mér finnst þetta á­kaf­lega skemmti­legt og ekki síst að fást við ís­lenskt hrá­efni og að stóllinn sé að fara á svona góðan stað,“ heldur hún á­fram.

Þannig bólstraði Ás­dís hann með ís­lensku ullar­efni, sem Kormákur og Skjöldur nota í tví­tjakka sína.

Þetta er orðinn svona dansk-ís­lenskur stóll er það ekki?

„Jú, jú, og það er nú gott í til­efni kvöldsins þegar Dan­mörk og Ís­land spila hand­bolta í kvöld,“ segir Eyjólfur.

Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:


Tengdar fréttir

Eig­andi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á upp­boð

Stóllinn sem gerði allt vit­laust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á upp­boð á morgun. Fyrr­verandi eig­andi stólsins fannst og bað um að á­góði sölunnar rynni allur til Ljóssins endur­hæfingar­mið­stöðvar fyrir krabba­meinsveika.

Dýrasta vara Góða hirðisins frá upp­hafi er slitinn stóll

Danskur hönnunar­stóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upp­hafi. Ger­semin barst nytja­vöru­markaðnum ó­vænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrar­stjóri hennar ráð fyrir að eig­andi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.