Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 22:41 Það hefur þurft gott auga fyrir hönnunarvörum til að kveikja á því að stóllinn væri gömul hönnunarvara. vísir/sigurjón Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth. Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Það heyrir auðvitað til algerrar undantekningar að í nytjavörumarkaðnum séu seldar vörur í dýrari kantinum. Því brá mörgum nokkuð í brún þegar þeir sáu verðið á stól, sem er nýkominn í verslun Góða hirðisins. Hann kostar hálfa milljón króna. „Þetta er myndi ég segja dýrasta varan sem við höfum fengið og við fórum í mikla rannsóknarvinnu þegar hann barst okkur í gám. Og hann er að seljast erlendis á svona 750 til 850 þúsund,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Stóllinn margumtalaði í öllu sínu veldi. Áklæðið fremst á setunni er örlítið slitið.vísir/sigurjón Fór á 51 þúsund fyrir tveimur árum Stóllinn er nefnilega dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum. Og við lauslega leit á netinu koma upp erlendar sölusíður sem selja gerð af stólnum með leðuráklæði á 800 til 900 þúsund krónur. Fréttastofa leitaði hins vegar í kjölfarið ráðgjafar hjá danska uppboðshúsinu Lauritz sem sagði okkur að stóll af þessari gerð hefði verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum á 2.600 danskar krónur, sem gera 51 þúsund íslenskar krónur. Það er dálítið ódýrara en í Góða hirðinum. Þó má ekki gleymast að ágóðinn af sölunni fer í gott málefni. „Grunnmarkmiðið er að koma sem mestu í endurnot en hitt er að styðja við líknarfélög. Þannig þetta gefur okkur tækifæri til að bústa aðeins upp reksturinn hjá okkur og geta bara látið gott af okkur leiða til líknarfélaganna,“ segir Ruth. Ruth Einarsdóttir er verslunarstjóri Góða hirðisins. Hún tók við starfinu fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur endursöluhlutfall verslunarinnar rokið upp úr 26 prósentum upp í 65 prósent. vísir/sigurjón Fólk hefur þegar sýnt stólnum áhuga og margir haft samband við Góða hirðinn vegna hans. „Já, það er búið að vera mikill áhugi. Okkur hafa borist nokkrir tölvupóstar þar sem fólk er með fyrirspurnir og vill fá að vita meira.“ En ætli eigandinn hafi vitað hverju hann væri að henda? „Mér finnst það mjög ólíklegt að hann hafi áttað sig á því hvað þetta væri. Þetta er náttúrulega bara glæsilegur stóll. En það eru mikil verðmæti í þessu,“ segir Ruth.
Verslun Reykjavík Sorpa Hús og heimili Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17