Ungstirnið Elanga kom Man Utd á bragðið eftir ömurlegan fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:15 Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United vann 3-1 útisigur á Brentford í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hörmungar fyrri hálfleik stigu gestirnir upp og sóttu stigin þrjú. Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira